Er eldra fólk tímasprengja? Viðar Eggertsson skrifar 8. september 2021 10:30 Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun