Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Sex breytingar og Jóhann Berg fær fyrirliðabandið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði íslenska liðsins sem tekur á móti Þjóðverjum á Laugardalsvelli í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði íslenska liðsins sem tekur á móti Þjóðverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022.

Hannes Þór Halldórsson kemur inn í markið fyrir Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur staðið vaktina í seinustu tveim leikjum.

Varnarlína liðsins er nokkuð breytt frá jafnteflinu gegn Norður-Makedóníu, en Jón Guðni Fjóluson og Brynjar Ingi Bjarnason eru í hjarta varnarinnar. Ari Freyr Skúlason og Birkir Már Sævarsson eru í bakvörðunum.

Guðlaugur Victor Pálsson er fyrir framan vörn íslenska liðsins og með honum á miðsvæðinu eru þeir Birkir Bjarnason, Ísak Bergmann Jóhannesson, Þórir Jóhann Helgason og Jóhann Berg Guðmundsson sem kemur aftur inn í liðið og ber fyrirliðabandið í dag.

Albert Guðmundsson er einn í fremstu víglínu og fær það erfiða verkefni að kljást við vel skipulagða vörn þýska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×