Mikael hafði mikla yfirburði í bardaganum gegn Zachar, vann allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun.
Í undanúrslitunum á morgun mætir Mikael Evrópumeistaranum Otabek Rajabov frá Tadsíkistan.
Þetta er í fyrsta sinn sem Alþjóðalega MMA sambandið heldur heimsbikarmót en það fer fram í Prag í Tékklandi.
Í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 um helgina fór Mikael ekkert leynt með markmið sitt á heimsbikarmótinu. Það er að koma heim með gullmedalíu.