Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð! Inga Sæland skrifar 13. september 2021 09:01 Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun