Vill slaka á eins og mögulegt er með mið af fyrri bylgjum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 12:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/sigurjón Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilefni til að slaka á takmörkunum innanlands í ljósi þess hve staðan í faraldrinum er góð. Þar eru allar takmarkanir undir. Faraldurinn virðist kominn í mikla rénun hér á landi og greindust afar fáir smitaðir af veirunni um helgina; 14 á laugardaginn og 26 í gær. Þórólfur er bjartsýnn á stöðuna í dag, sérstaklega í ljósi þess hve vel gengur á spítalanum. Þar liggja aðeins sex inni með Covid-19 og tveir á gjörgæslu. Þórólfur hefur skilað inn minnisblaði sínu til ráðherra með tillögum að afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ segir Þórólfur. Allar takmarkanir undir En hvernig förum við hægt inn í afléttingar núna með fyrri reynslu að leiðarljósi? Er Þórólfur að horfa til fjöldatakmarkana, stærri viðburða eða nándarreglunnar? „Allar þessar takmarkanir eru í raun og veru undir, að reyna að létta á þeim eins og mögulegt er og það er það sem að mínar tillögur eða minnisblað inniheldur til ráðherra og svo þurfum við bara að sjá hvernig ráðherra meðhöndlar það,“ segir Þórólfur. Hann vill ekkert gefa upp um í hverju tillögur hans felast fyrr en ráðherra hefur fjallað um þær á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þórólfur segir tillögurnar þó í samræmi við framtíðarsýn sína um næstu mánuði í faraldrinum sem hann sendi ráðherra í síðasta mánuði. En liggur þá ekki ljóst fyrir að fjöldatakmörkin í nýju tillögunum miðist áfram við 200 manns, eins og var minnst á að væri skynsamlegt í framtíðarsýninni? „Nei, það er nefnilega rangt kvótað. Ég talaði um það að það þyrftu að vera einhverjar takmarkanir, hugsanlega tvö hundruð. Ég hef aldrei lagt það til að það eigi að vera tvö hundruð manna takmarkanir næstu mánuði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Þórólfur er bjartsýnn á stöðuna í dag, sérstaklega í ljósi þess hve vel gengur á spítalanum. Þar liggja aðeins sex inni með Covid-19 og tveir á gjörgæslu. Þórólfur hefur skilað inn minnisblaði sínu til ráðherra með tillögum að afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ segir Þórólfur. Allar takmarkanir undir En hvernig förum við hægt inn í afléttingar núna með fyrri reynslu að leiðarljósi? Er Þórólfur að horfa til fjöldatakmarkana, stærri viðburða eða nándarreglunnar? „Allar þessar takmarkanir eru í raun og veru undir, að reyna að létta á þeim eins og mögulegt er og það er það sem að mínar tillögur eða minnisblað inniheldur til ráðherra og svo þurfum við bara að sjá hvernig ráðherra meðhöndlar það,“ segir Þórólfur. Hann vill ekkert gefa upp um í hverju tillögur hans felast fyrr en ráðherra hefur fjallað um þær á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þórólfur segir tillögurnar þó í samræmi við framtíðarsýn sína um næstu mánuði í faraldrinum sem hann sendi ráðherra í síðasta mánuði. En liggur þá ekki ljóst fyrir að fjöldatakmörkin í nýju tillögunum miðist áfram við 200 manns, eins og var minnst á að væri skynsamlegt í framtíðarsýninni? „Nei, það er nefnilega rangt kvótað. Ég talaði um það að það þyrftu að vera einhverjar takmarkanir, hugsanlega tvö hundruð. Ég hef aldrei lagt það til að það eigi að vera tvö hundruð manna takmarkanir næstu mánuði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent