Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Magnús D. Norðdahl skrifar 14. september 2021 17:00 Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Píratar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun