Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. september 2021 13:01 - Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
- Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun