Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessastaða til skoðunar Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2021 10:34 Sigurður G. Guðjónsson hefur sett fram alvarlegar ásakanir á hendur forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni auk þess sem hann staðhæfir að starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn áfengis til einkabrúks. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar. Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn. Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira