Nei! Þú þarft ekki barnabætur Lúðvík Júlíusson skrifar 15. september 2021 12:31 Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun