Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 14:34 Anton Kristinn Þórarinsson sagði það hafa verið einungis orðróm að vinna ætti honum mein vegna máls sem tengist upplýsingagjöf til lögreglu. vísir Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira