Umfjöllun og viðtal: Vestri - Valur 2-1 | Íslandsmeistararnir fengu rothögg á Ísafirði Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 18:50 Ballið er búið hjá Birki Heimissyni og félögum í Mjólkurbikarnum. vísir/Bára Vestri er kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir að hafa slegið út fráfarandi Íslandsmeistara Vals með mögnuðum 2-1 sigri á Ísafirði. Vestri, sem leikur í næstefstu deild, lenti 1-0 undir á 35. mínútu með marki Tryggva Hrafns Haraldssonar en Jesus Sabater jafnaði metin með glæsimarki úr aukaspyrnu um leið og fyrri hálfleik lauk. Martin Montipo skoraði svo þegar hálftími var til leiksloka og það reyndist sigurmarkið þrátt fyrir ágætar tilraunir Vals til að jafna metin. Möguleiki Vals á Evrópusæti nánast úr sögunni Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar, á sínu öðru ári í deildinni, en sigurinn í kvöld hlýtur að teljast sá merkasti í sögu félagsins. Vestfirðingar fá nú að reyna sig að nýju í undanúrslitum bikarkeppninnar líkt og þeir gerðu fyrir tíu árum þegar þeir fengu KR-inga í heimsókn. Einn sigur í viðbót skilar þeim á sjálfan Laugardalsvöll. Stjörnum prýtt lið Vals hafði tapað þremur leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og þarf nú að treysta á hagstæð úrslit í síðustu tveimur umferðum hennar til að eiga einhverja von um að leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Möguleikinn á því að Valur spili Evrópuleiki næsta sumar er orðinn afar fjarlægur – nánast úr sögunni. Valur nánast með sitt besta lið Valsmenn mættu með nánast sitt besta byrjunarlið á Ísafjörð en þó var landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson á bekknum, líkt og í fyrri bikarleikjum Vals í sumar. Það er erfitt að kenna kollega hans, Sveini Sigurði Jóhannessyni, um lagleg mörk Vestramanna sem nutu sín í botn á sínum heimavelli. Leikmenn Vestra voru greinilega óhræddir við að spila boltanum sín á milli og héldu sig við sína hefðbundnu leikaðferð í stað þess að leggjast í vörn. Það heppnaðist vel og fyrstu tuttugu mínúturnar var talsvert jafnræði með liðunum. Valur átti fínan kafla um miðjan fyrri hálfleik og komst yfir eftir snarpa sókn þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skilaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar. Vestramenn létu þetta ekki á sig fá og fengu tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, þegar þeir fengu aukaspyrnu rétt hjá vítateig Vals. Miðvörðurinn Jesus Sabater tók spyrnuna og Jesús hvað hún var góð, yfir varnarvegginn og upp í hornið. Montipo og Pétur bjuggu til laglegt sigurmark Það er til marks um það slen og getuleysi sem Valsmenn hafa sýnt síðustu vikur hve rólega liðið hóf seinni hálfleik, þrátt fyrir að staðan væri óvænt jöfn. Þetta nýttu heimamenn sér og miðjumaðurinn Martin Montipo, sem þjálfarinn Jón Þór Hauksson fékk með sér af Akranesi í júlí, skoraði eftir gullfallega hælsendingu Péturs Bjarnasonar. Þá var enn hálftími til leiksloka og ljóst að sigurinn væri hvergi nærri í höfn. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Birkir Heimisson áttu skömmu síðar tvær frábærar tilraunir sem höfnuðu í vinstri stönginni á marki Vestra. Heimir Guðjónsson gerði svo skiptingar til að auka enn á sóknarþungann en þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Patrik Pedersen lét skapið hlaupa með sig í gönur og fékk rautt spjald í uppbótartímanum, sem var ansi langur og taugatrekkjandi fyrir heimamenn. Eina hættan skapaðist þó þegar Sverrir Páll Hjaltested átti góðan skalla en Brenton Muhammad varði meistaralega í horn. Af hverju vann Vestri? Liðið reyndi að halda sig við sitt leikskipulag þrátt fyrir að eiga við mun betri mótherja en vanalega. Það virkaði vel gegn niðurlútum Valsmönnum sem virtust hafa misst allt sjálfstraust og gleði eftir að hafa orðið undir í Íslandsmeistarabaráttunni. Það eru líka greinileg gæði í sumum leikmanna Vestra og allir voru þeir tilbúnir að berjast af krafti allar 90 mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Jesus Sabater stóð vaktina vel í vörninni allan leikinn og skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark. Nicolaj Madsen og Martin Montipo voru einnig skeinuhættir og Pétur Bjarnason vann vel fyrir liðið á báðum endum vallarins. Allir leikmenn Vestra geta litið stoltir til baka á leikinn. Hvað gekk illa? Valsmenn voru ekki nógu beittir nema í stutta stund eftir að hafa lent undir. Boltinn gekk of hægt á milli manna og þegar liðið komst í álitlega stöðu enduðu sóknirnar of oft með klaufalegum tilburðum eða þreytulegum sendingum. Hvað gerist næst? Vestramenn bíða spenntir eftir að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitunum, sem fram fara 2. og 3. október. Valsmenn reyna að laga stöðu sína í Pepsi Max-deildinni og eygja þar enn veika von um Evrópusæti en þurfa væntanlega að treysta á að Víkingur verði bikarmeistari og vinni KR á sunnudaginn, sem og að KA vinni ekki báða sína leiki. Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og er kominn með Vestra í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir fræknasta sigur í sögu félagsins.Facebook/@Vestri.Knattspyrna Jón Þór: Ætlum að vinna þennan bikar og ekkert helvítis kjaftæði „Þetta var ótrúlegur leikur og ég er bara ánægður,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, eftir sigurinn frábæra, í beinni og glæsilegri útsendingu Viðburðastofu Vestfjarða. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Auðvitað hafði maður áhyggjur eftir að hafa lent undir gegn svo góðu liði eins og Val en mér fannst þeir aldrei slá okkur út af laginu. Við gáfum færi á okkur, það var dæmd aukaspyrna og 2-3 leikmenn fóru að kvarta í dómaranum, og þeir gengu á lagið og náðu okkur á því augnabliki. En við gerðum frábærlega í því að koma til baka eftir það,“ sagði Jón Þór. „Mér fannst við hafa stjórn á þessum leik allan tímann. Auðvitað þegar þú spilar á móti svona góðu liði eins og Val þá munu þeir alltaf skapa færi en mér fannst við hafa stjórn á því, ef svo má segja. Auðvitað bjargaði Brenton okkur nokkrum sinnum en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá liðinu. Valur er auðvitað með frábært lið og það var allan tímann ljóst. En við breyttum ekkert of miklu í okkar leik og þetta snerist um að við myndum finna okkar takt, sem hefur verið frábær í sumar. Við vorum hundfúlir að tapa um síðustu leik og mér fannst strákarnir svara því stórkostlega. Spilamennskan á köflum var algjörlega frábær, Nico og Pétur, og varnarvinnan sem þeir lögðu í leikinn stoppaði flæðið hjá Valsmönnum. Þetta var frábær frammistaða heilt yfir,“ sagði Jón Þór. Aðspurður hvort hann vildi ekki helst fá að mæta sínu gamla liði ÍA í undanúrslitum svaraði hann: „Það væri frábært að fá heimaleik en okkur er drullusama um hvaða lið við fáum hingað vestur. Við ætlum að vinna þennan bikar og ekkert helvítis kjaftæði með það. Við fengum engan óskadrátt í þessari umferð, en heimaleik, og tókum því verkefni sem okkur var gefið og kláruðum það. Þannig verður það líka með næsta verkefni.“ Mjólkurbikarinn Vestri Valur
Vestri er kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir að hafa slegið út fráfarandi Íslandsmeistara Vals með mögnuðum 2-1 sigri á Ísafirði. Vestri, sem leikur í næstefstu deild, lenti 1-0 undir á 35. mínútu með marki Tryggva Hrafns Haraldssonar en Jesus Sabater jafnaði metin með glæsimarki úr aukaspyrnu um leið og fyrri hálfleik lauk. Martin Montipo skoraði svo þegar hálftími var til leiksloka og það reyndist sigurmarkið þrátt fyrir ágætar tilraunir Vals til að jafna metin. Möguleiki Vals á Evrópusæti nánast úr sögunni Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar, á sínu öðru ári í deildinni, en sigurinn í kvöld hlýtur að teljast sá merkasti í sögu félagsins. Vestfirðingar fá nú að reyna sig að nýju í undanúrslitum bikarkeppninnar líkt og þeir gerðu fyrir tíu árum þegar þeir fengu KR-inga í heimsókn. Einn sigur í viðbót skilar þeim á sjálfan Laugardalsvöll. Stjörnum prýtt lið Vals hafði tapað þremur leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og þarf nú að treysta á hagstæð úrslit í síðustu tveimur umferðum hennar til að eiga einhverja von um að leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Möguleikinn á því að Valur spili Evrópuleiki næsta sumar er orðinn afar fjarlægur – nánast úr sögunni. Valur nánast með sitt besta lið Valsmenn mættu með nánast sitt besta byrjunarlið á Ísafjörð en þó var landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson á bekknum, líkt og í fyrri bikarleikjum Vals í sumar. Það er erfitt að kenna kollega hans, Sveini Sigurði Jóhannessyni, um lagleg mörk Vestramanna sem nutu sín í botn á sínum heimavelli. Leikmenn Vestra voru greinilega óhræddir við að spila boltanum sín á milli og héldu sig við sína hefðbundnu leikaðferð í stað þess að leggjast í vörn. Það heppnaðist vel og fyrstu tuttugu mínúturnar var talsvert jafnræði með liðunum. Valur átti fínan kafla um miðjan fyrri hálfleik og komst yfir eftir snarpa sókn þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skilaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar. Vestramenn létu þetta ekki á sig fá og fengu tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, þegar þeir fengu aukaspyrnu rétt hjá vítateig Vals. Miðvörðurinn Jesus Sabater tók spyrnuna og Jesús hvað hún var góð, yfir varnarvegginn og upp í hornið. Montipo og Pétur bjuggu til laglegt sigurmark Það er til marks um það slen og getuleysi sem Valsmenn hafa sýnt síðustu vikur hve rólega liðið hóf seinni hálfleik, þrátt fyrir að staðan væri óvænt jöfn. Þetta nýttu heimamenn sér og miðjumaðurinn Martin Montipo, sem þjálfarinn Jón Þór Hauksson fékk með sér af Akranesi í júlí, skoraði eftir gullfallega hælsendingu Péturs Bjarnasonar. Þá var enn hálftími til leiksloka og ljóst að sigurinn væri hvergi nærri í höfn. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Birkir Heimisson áttu skömmu síðar tvær frábærar tilraunir sem höfnuðu í vinstri stönginni á marki Vestra. Heimir Guðjónsson gerði svo skiptingar til að auka enn á sóknarþungann en þær skiluðu ekki tilætluðum árangri. Patrik Pedersen lét skapið hlaupa með sig í gönur og fékk rautt spjald í uppbótartímanum, sem var ansi langur og taugatrekkjandi fyrir heimamenn. Eina hættan skapaðist þó þegar Sverrir Páll Hjaltested átti góðan skalla en Brenton Muhammad varði meistaralega í horn. Af hverju vann Vestri? Liðið reyndi að halda sig við sitt leikskipulag þrátt fyrir að eiga við mun betri mótherja en vanalega. Það virkaði vel gegn niðurlútum Valsmönnum sem virtust hafa misst allt sjálfstraust og gleði eftir að hafa orðið undir í Íslandsmeistarabaráttunni. Það eru líka greinileg gæði í sumum leikmanna Vestra og allir voru þeir tilbúnir að berjast af krafti allar 90 mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Jesus Sabater stóð vaktina vel í vörninni allan leikinn og skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark. Nicolaj Madsen og Martin Montipo voru einnig skeinuhættir og Pétur Bjarnason vann vel fyrir liðið á báðum endum vallarins. Allir leikmenn Vestra geta litið stoltir til baka á leikinn. Hvað gekk illa? Valsmenn voru ekki nógu beittir nema í stutta stund eftir að hafa lent undir. Boltinn gekk of hægt á milli manna og þegar liðið komst í álitlega stöðu enduðu sóknirnar of oft með klaufalegum tilburðum eða þreytulegum sendingum. Hvað gerist næst? Vestramenn bíða spenntir eftir að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitunum, sem fram fara 2. og 3. október. Valsmenn reyna að laga stöðu sína í Pepsi Max-deildinni og eygja þar enn veika von um Evrópusæti en þurfa væntanlega að treysta á að Víkingur verði bikarmeistari og vinni KR á sunnudaginn, sem og að KA vinni ekki báða sína leiki. Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og er kominn með Vestra í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir fræknasta sigur í sögu félagsins.Facebook/@Vestri.Knattspyrna Jón Þór: Ætlum að vinna þennan bikar og ekkert helvítis kjaftæði „Þetta var ótrúlegur leikur og ég er bara ánægður,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, eftir sigurinn frábæra, í beinni og glæsilegri útsendingu Viðburðastofu Vestfjarða. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Auðvitað hafði maður áhyggjur eftir að hafa lent undir gegn svo góðu liði eins og Val en mér fannst þeir aldrei slá okkur út af laginu. Við gáfum færi á okkur, það var dæmd aukaspyrna og 2-3 leikmenn fóru að kvarta í dómaranum, og þeir gengu á lagið og náðu okkur á því augnabliki. En við gerðum frábærlega í því að koma til baka eftir það,“ sagði Jón Þór. „Mér fannst við hafa stjórn á þessum leik allan tímann. Auðvitað þegar þú spilar á móti svona góðu liði eins og Val þá munu þeir alltaf skapa færi en mér fannst við hafa stjórn á því, ef svo má segja. Auðvitað bjargaði Brenton okkur nokkrum sinnum en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá liðinu. Valur er auðvitað með frábært lið og það var allan tímann ljóst. En við breyttum ekkert of miklu í okkar leik og þetta snerist um að við myndum finna okkar takt, sem hefur verið frábær í sumar. Við vorum hundfúlir að tapa um síðustu leik og mér fannst strákarnir svara því stórkostlega. Spilamennskan á köflum var algjörlega frábær, Nico og Pétur, og varnarvinnan sem þeir lögðu í leikinn stoppaði flæðið hjá Valsmönnum. Þetta var frábær frammistaða heilt yfir,“ sagði Jón Þór. Aðspurður hvort hann vildi ekki helst fá að mæta sínu gamla liði ÍA í undanúrslitum svaraði hann: „Það væri frábært að fá heimaleik en okkur er drullusama um hvaða lið við fáum hingað vestur. Við ætlum að vinna þennan bikar og ekkert helvítis kjaftæði með það. Við fengum engan óskadrátt í þessari umferð, en heimaleik, og tókum því verkefni sem okkur var gefið og kláruðum það. Þannig verður það líka með næsta verkefni.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti