Í hinu tilvikinu urðu sömuleiðis engin meiðsl á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum og gisti fangageymslu.
Talsverður erill var hjá lögreglu í Hlíðahverfinu í Reykjavík en þar barst tilkynning um kl. 20 um að fatnaði hefði verið stolið úr sameiginlegu þvottahúsi. Þá var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, rétt fyrir miðnætti.
Örskömmu seinna barst tilkynning um innbrot í geymslur í sama hverfi. Óljóst er hvort einhverju var stolið en minniháttar skemmdarverk var unnið á geymslunum, samkvæmt tilkynningu lögreglu.
Þá var annar ökumaður stöðvaður í Hlíðahverfi um kl. 4 í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.