Svik við sjómenn eru svik við þjóðina! Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 16. september 2021 10:02 Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar