Nokkur orð um tónlistargagnrýni Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 16. september 2021 14:01 Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar