Nokkur orð um tónlistargagnrýni Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 16. september 2021 14:01 Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun