Kosningarnar snúast um þessi þrjú mál Bjarni Benediktsson skrifar 17. september 2021 08:00 Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun