Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 10. september 2025 07:33 Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar