Allt sem þú heyrir er lygi. Sem þú borgar fyrir Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. september 2021 10:30 Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun