Styrkari heilbrigðisþjónusta á Austurlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. september 2021 11:30 Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Alþingiskosningar 2021 Heilsugæsla Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun