Atvinnurógur verður almannarómur – stéttarfélögum sjómanna svarað Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 17. september 2021 12:45 Þrjú stéttarfélög sjómanna birtu auglýsingu í gær þar sem því er haldið fram að útgerðarmenn stjórni því hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Samkvæmt grein sem formenn stéttarfélaganna birtu í framhaldinu, virðist kenningin vera sú að verðmæti sjávarafurða sé með skipulegum hætti vantalið við flutning úr landi. Og af þeirri ástæðu telja formennirnir þrír, að ganga megi út frá að laun sjómanna, skattgreiðslur og opinber gjöld séu vantalin – að það sé verið að svindla, líkt og þeir orða það sjálfir. Ásakanir í þessa veru hafa heyrst áður, því miður allt of oft í tengslum við kjaraviðræður. Líklega vegna þess að það hentar. Máli sínu til stuðnings vísa þremenningarnir nú til skýrslu frá árinu 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Enginn rökstuddur grunur um skipulagt lögbrot í sjávarútvegi Fyrst ber að nefna, að ekki er staðhæft í nefndri skýrslu að það „vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar [hann] (sic.) er skráður úr landi,“ líkt og staðhæft er í grein þremenninganna. Sagt var í nefndri skýrslu að greiningin, sem tók til áranna 1990-2014 útilokaði „ekki þann möguleika að 8,3% hærra skráð innflutningsverð í móttökulöndunum gæti innihaldið milliverðlagningarþátt.“ Hér verður að árétta sérstaklega að um möguleika var að ræða, að milliverðlagning gæti skýrt hluta hærri skráningar innflutningsverð í móttökulandi. Líkt og fjallað er um í skýrslunni getur misræmi til að mynda átt rætur í kostnaði við flutning, tryggingum og umsýslu, þ.e. mun á CIF og FOB, gæðum gagna, ólíkum skráningum afurða á milli landa, gengissveiflum og tímamismun. Þess má geta að algengur munur á CIF og FOB er 10-20%. Ofangreind niðurstaða um 8,3% fellur því vel að þessu. Orðrétt segir síðan „að greina þarf gögnin mun betur til þess að fá úr því skorið með nokkurri vissu hvort ólögleg milliverðlagning í vöruviðskiptum hafi tíðkast í einhverjum mæli á Íslandi á tímabilinu 1990-2014“. Með vöruviðskiptum er átt við öll vöruviðskipti en ekki bara viðskipti með sjávarafurðir. Spegilrannsóknir með gögnum Comtrade, líkt og framkvæmdar voru í nefndri skýrslu, eru í raun ómögulegar ef markmiðið er að fanga einhverra raunsanna mynd. Um það eru til fjöldi rannsókna og greina. Þetta á jafnframt við allar vörur og milliríkjaviðskipti allra landa. Í dæmaskyni má nefna að verðmæti sjávarafurða í innflutningslandi reynist oft lægra en það útflutningsverðmæti sem skráð er heimafyrir. Þannig verður óvænt „lækkun í hafi“, sem kemur þremenningunum vafalaust á óvart. Myndin hér fyrir neðan sýnir útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi til þriggja landa borin saman við gögn viðkomandi landa um innflutning frá Íslandi. Á myndinni má einnig sjá sama dæmið sett upp fyrir Noreg. Myndin staðfestir með öðrum orðum, að lækkun í hafi er eins líkleg og hækkun í hafi og svona mismunur á einnig við Noreg, líkt og öll önnur lönd. Það hlýtur að valda þeim vonbrigðum sem telja sig sjá svik og svindl hvert sem litið er. Af þessu öllu leiðir þó með óyggjandi hætti, að enginn rökstuddur grunur er til staðar um að „útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni“, líkt og haldið er fram í grein þremenninganna. Engar slíkar ályktanir eru heldur dregnar í nefndri skýrslu frá árinu 2016. Lög tryggja armslengdarviðskipti tengdra aðila Í öðru lagi fjallaði skýrslan um fortíð, en í umfjöllun um milliverðlagningu lágu fyrir gögn um milliríkjaviðskipti frá árinu 1990 til ársins 2014. Árið 2013 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um tekjuskatt, þar sem lögfest voru sérstök ákvæði um milliverðlagningu. Breyting tók gildi 1. janúar 2014. Hið nýja ákvæði byggði á tillögu starfshóps sem var falið að skoða þessi mál frá skattalegu sjónarmiði. Frá þeim tíma hefur því verið í gildi ákvæði sem ætlað er að tryggja að verðákvörðun í viðskiptum tengdra lögaðila sé í samræmi við verð í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila, þ.e. að verð sé í samræmi við svokallaða armslengdarreglu. Ákvæðið á við óháð því hvort innlendur lögaðili á í viðskiptum við innlendan eða erlendan lögaðila sem honum er tengdur. Á mannamáli þýðir þetta að sjávarútvegsfyrirtæki hafa það ekki í hendi sér hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Hvorki sjómenn né opinberir aðilar hafa því verið hlunnfarnir. Þessu tengt má einnig nefna, að í kjölfar skýrslunnar frá árinu 2016, komu út tvær skýrslur þar sem efni upphaflegu skýrslunnar var enn til umfjöllunar. Önnur þeirra fjallaði meðal annars um milliverðlagningu og faktúrufölsun. Í henni voru lagðar til aðgerðir til að treysta lagaumgjörð og regluverk þessu tengt. Þá hafa aukinheldur verið innleidd í stjórnvaldsfyrirmæli tilmæli OECD er varða skattahagræðingu, þ.m.t. milliverðlagningu. Allt þetta virðist hafa farið fram hjá þremenningunum, því miður. Hækkun í excel Í þriðja lagi verður að telja nokkurn veldisvöxt í mati þremenningana á mögulegu umfangi meintrar ólögmætrar milliverðlagningar á fyrrgreindum árum. Samkvæmt skýrslunni var með einfaldri nálgun talið að umfang tengt ólögmætri milliverðlagningu alls inn- og útflutnings vöru og þjónustu hér á landi hafi hugsanlega verið rúmlega 2,5 milljarðar króna ár hvert á fyrrgreindu tímabili. Í máli þremenninganna er því haldið fram að 20 milljarðar króna séu faldir í meintu milliverðlagningarsvindli sjávarútvegsfyrirtækja ár hvert. Þetta stenst ekki nokkra skoðun. Svartir sauðir og aðrir Í fjórða og síðasta lagi gera Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þá kröfu til sinna félagsmanna að lögum sé í hvívetna fylgt. Kerfisbundið svindl þar sem viðskipti með sjávarafurðir fá meðhöndlun fjölda aðila, má fyrir fram telja nokkuð langsótt. Í undantekningartilvikum getur misbrestur því miður orðið þegar kemur að framfylgni við lög, hvort heldur af ásetningi eða gáleysi. Þá er það á ábyrgð yfirvalda að rannsaka og komast að niðurstöðu. Hvað sem því hins vegar líður, má í öllu falli vekja athygli á, að í nefndri skýrslu eru leiddar að því líkur, að á árunum 1990-2014 hafi „einn af hverjum tíu inn- og útflytjendum [...] ástundað ólögmæta milliverðlagningu, en aðrir ekki.“ Þegar af þessari ástæðu, verður aldrei fallist á svívirðilegar ásakanir þremenninganna um að útgerðarmenn allir séu vændir um alvarleg lögbrot. Til hvers er barist? Senn líður að kosningum og stjórnmálaflokkar keppast við að lofa að uppfylla allar óskir hinna ýmsu hagsmunahópa. Sjávarútvegur hefur engar óskir eða ófrávíkjanlegar kröfur, heldur treystir því að við alla umgjörð sjávarútvegs sé sjálfbærni höfð að leiðarljósi – að skilningur sé á hinu vandasama samspili umhverfis, hagkvæmni og samfélags. Þannig verða verðmæti hámörkuð fyrir heildina, nú sem fyrr. Sú kosningarherferð stéttarfélaganna þriggja, þar sem skorað er á stjórnmálaflokka að tæta í sundur veigamestu þættina sem skapað hafa þá stöðu að íslenskir sjómenn eru hæst launaðasta stétt í landinu og hæst launuðustu sjómenn heims, hlýtur að byggjast á einhverju öðru en umhyggju fyrir afkomu sjómanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þrjú stéttarfélög sjómanna birtu auglýsingu í gær þar sem því er haldið fram að útgerðarmenn stjórni því hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Samkvæmt grein sem formenn stéttarfélaganna birtu í framhaldinu, virðist kenningin vera sú að verðmæti sjávarafurða sé með skipulegum hætti vantalið við flutning úr landi. Og af þeirri ástæðu telja formennirnir þrír, að ganga megi út frá að laun sjómanna, skattgreiðslur og opinber gjöld séu vantalin – að það sé verið að svindla, líkt og þeir orða það sjálfir. Ásakanir í þessa veru hafa heyrst áður, því miður allt of oft í tengslum við kjaraviðræður. Líklega vegna þess að það hentar. Máli sínu til stuðnings vísa þremenningarnir nú til skýrslu frá árinu 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Enginn rökstuddur grunur um skipulagt lögbrot í sjávarútvegi Fyrst ber að nefna, að ekki er staðhæft í nefndri skýrslu að það „vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar [hann] (sic.) er skráður úr landi,“ líkt og staðhæft er í grein þremenninganna. Sagt var í nefndri skýrslu að greiningin, sem tók til áranna 1990-2014 útilokaði „ekki þann möguleika að 8,3% hærra skráð innflutningsverð í móttökulöndunum gæti innihaldið milliverðlagningarþátt.“ Hér verður að árétta sérstaklega að um möguleika var að ræða, að milliverðlagning gæti skýrt hluta hærri skráningar innflutningsverð í móttökulandi. Líkt og fjallað er um í skýrslunni getur misræmi til að mynda átt rætur í kostnaði við flutning, tryggingum og umsýslu, þ.e. mun á CIF og FOB, gæðum gagna, ólíkum skráningum afurða á milli landa, gengissveiflum og tímamismun. Þess má geta að algengur munur á CIF og FOB er 10-20%. Ofangreind niðurstaða um 8,3% fellur því vel að þessu. Orðrétt segir síðan „að greina þarf gögnin mun betur til þess að fá úr því skorið með nokkurri vissu hvort ólögleg milliverðlagning í vöruviðskiptum hafi tíðkast í einhverjum mæli á Íslandi á tímabilinu 1990-2014“. Með vöruviðskiptum er átt við öll vöruviðskipti en ekki bara viðskipti með sjávarafurðir. Spegilrannsóknir með gögnum Comtrade, líkt og framkvæmdar voru í nefndri skýrslu, eru í raun ómögulegar ef markmiðið er að fanga einhverra raunsanna mynd. Um það eru til fjöldi rannsókna og greina. Þetta á jafnframt við allar vörur og milliríkjaviðskipti allra landa. Í dæmaskyni má nefna að verðmæti sjávarafurða í innflutningslandi reynist oft lægra en það útflutningsverðmæti sem skráð er heimafyrir. Þannig verður óvænt „lækkun í hafi“, sem kemur þremenningunum vafalaust á óvart. Myndin hér fyrir neðan sýnir útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi til þriggja landa borin saman við gögn viðkomandi landa um innflutning frá Íslandi. Á myndinni má einnig sjá sama dæmið sett upp fyrir Noreg. Myndin staðfestir með öðrum orðum, að lækkun í hafi er eins líkleg og hækkun í hafi og svona mismunur á einnig við Noreg, líkt og öll önnur lönd. Það hlýtur að valda þeim vonbrigðum sem telja sig sjá svik og svindl hvert sem litið er. Af þessu öllu leiðir þó með óyggjandi hætti, að enginn rökstuddur grunur er til staðar um að „útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni“, líkt og haldið er fram í grein þremenninganna. Engar slíkar ályktanir eru heldur dregnar í nefndri skýrslu frá árinu 2016. Lög tryggja armslengdarviðskipti tengdra aðila Í öðru lagi fjallaði skýrslan um fortíð, en í umfjöllun um milliverðlagningu lágu fyrir gögn um milliríkjaviðskipti frá árinu 1990 til ársins 2014. Árið 2013 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um tekjuskatt, þar sem lögfest voru sérstök ákvæði um milliverðlagningu. Breyting tók gildi 1. janúar 2014. Hið nýja ákvæði byggði á tillögu starfshóps sem var falið að skoða þessi mál frá skattalegu sjónarmiði. Frá þeim tíma hefur því verið í gildi ákvæði sem ætlað er að tryggja að verðákvörðun í viðskiptum tengdra lögaðila sé í samræmi við verð í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila, þ.e. að verð sé í samræmi við svokallaða armslengdarreglu. Ákvæðið á við óháð því hvort innlendur lögaðili á í viðskiptum við innlendan eða erlendan lögaðila sem honum er tengdur. Á mannamáli þýðir þetta að sjávarútvegsfyrirtæki hafa það ekki í hendi sér hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Hvorki sjómenn né opinberir aðilar hafa því verið hlunnfarnir. Þessu tengt má einnig nefna, að í kjölfar skýrslunnar frá árinu 2016, komu út tvær skýrslur þar sem efni upphaflegu skýrslunnar var enn til umfjöllunar. Önnur þeirra fjallaði meðal annars um milliverðlagningu og faktúrufölsun. Í henni voru lagðar til aðgerðir til að treysta lagaumgjörð og regluverk þessu tengt. Þá hafa aukinheldur verið innleidd í stjórnvaldsfyrirmæli tilmæli OECD er varða skattahagræðingu, þ.m.t. milliverðlagningu. Allt þetta virðist hafa farið fram hjá þremenningunum, því miður. Hækkun í excel Í þriðja lagi verður að telja nokkurn veldisvöxt í mati þremenningana á mögulegu umfangi meintrar ólögmætrar milliverðlagningar á fyrrgreindum árum. Samkvæmt skýrslunni var með einfaldri nálgun talið að umfang tengt ólögmætri milliverðlagningu alls inn- og útflutnings vöru og þjónustu hér á landi hafi hugsanlega verið rúmlega 2,5 milljarðar króna ár hvert á fyrrgreindu tímabili. Í máli þremenninganna er því haldið fram að 20 milljarðar króna séu faldir í meintu milliverðlagningarsvindli sjávarútvegsfyrirtækja ár hvert. Þetta stenst ekki nokkra skoðun. Svartir sauðir og aðrir Í fjórða og síðasta lagi gera Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þá kröfu til sinna félagsmanna að lögum sé í hvívetna fylgt. Kerfisbundið svindl þar sem viðskipti með sjávarafurðir fá meðhöndlun fjölda aðila, má fyrir fram telja nokkuð langsótt. Í undantekningartilvikum getur misbrestur því miður orðið þegar kemur að framfylgni við lög, hvort heldur af ásetningi eða gáleysi. Þá er það á ábyrgð yfirvalda að rannsaka og komast að niðurstöðu. Hvað sem því hins vegar líður, má í öllu falli vekja athygli á, að í nefndri skýrslu eru leiddar að því líkur, að á árunum 1990-2014 hafi „einn af hverjum tíu inn- og útflytjendum [...] ástundað ólögmæta milliverðlagningu, en aðrir ekki.“ Þegar af þessari ástæðu, verður aldrei fallist á svívirðilegar ásakanir þremenninganna um að útgerðarmenn allir séu vændir um alvarleg lögbrot. Til hvers er barist? Senn líður að kosningum og stjórnmálaflokkar keppast við að lofa að uppfylla allar óskir hinna ýmsu hagsmunahópa. Sjávarútvegur hefur engar óskir eða ófrávíkjanlegar kröfur, heldur treystir því að við alla umgjörð sjávarútvegs sé sjálfbærni höfð að leiðarljósi – að skilningur sé á hinu vandasama samspili umhverfis, hagkvæmni og samfélags. Þannig verða verðmæti hámörkuð fyrir heildina, nú sem fyrr. Sú kosningarherferð stéttarfélaganna þriggja, þar sem skorað er á stjórnmálaflokka að tæta í sundur veigamestu þættina sem skapað hafa þá stöðu að íslenskir sjómenn eru hæst launaðasta stétt í landinu og hæst launuðustu sjómenn heims, hlýtur að byggjast á einhverju öðru en umhyggju fyrir afkomu sjómanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun