Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:50 Um átta þúsund gestir koma árlega í heimsókn til Bessastaða og stundum þarf að veita þar vín. Engin grunur er um misnotkun hvað varðar að starfsmaður hafi seilst eftir flösku hér og flösku þar til eigin nota. Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“ Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“
Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira