Vilborg Dagbjartsdóttir látin Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:47 Skáldkonan og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir lést hinn 16. september sl. 91 árs að aldri. Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir
Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira