Innlent

Sekt og til­kynning til barna­verndar vegna ó­full­nægjandi öryggis unga­barns í bíl

Þorgils Jónsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bíla í eftirlitsátaki á Reykjanesbraut í morgun. Í einum bílnum var ungabarn sem ekki var í viðeigandi öryggisbúnaði.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bíla í eftirlitsátaki á Reykjanesbraut í morgun. Í einum bílnum var ungabarn sem ekki var í viðeigandi öryggisbúnaði. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bifreiðar á leið suður Reykjanesbraut í morgun. Tilgangurinn var eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna.

Í samtali við Vísi í morgun sagði talsmaður lögreglu að nokkrir ökumenn hafi fallið á blæstri og verið gert að hætta akstri og eins voru nokkrir ökumenn réttindalausir.

Í eftirlitinu var einnig kannað með notkun öryggisbelta sem og annars öryggisbúnaðar í bifreiðunum, en í einum bílnum var ungabarn sem var ekki í viðeigandi öryggisbúnaði. Sá ökumaður á von á sekt og verður umrætt mál einnig tilkynnt til barnaverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×