Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason skrifar 20. september 2021 07:00 Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Bragi Bjarnason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun