Snorri Barón finnur til með brasilískri CrossFit konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 08:30 Larissa Cunha er mjög vel liðin eins og fram kemur í yfirlýsingu Snorra Baróns. Instagram/@larifcunha CrossFit konan Larissa Cunha vann sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í ár en fékk þó aldrei að keppa á heimsleikunum í Madison. Ástæðan var að hún féll á lyfjaprófi. Þar með var ekki öll sagan sögð. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira