Eirík Björn á þing Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2021 15:30 Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég kynntist Eiríki Birni fyrst þegar hann var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ég var þá mennta- og menningarmálaráðherra og man vel að eftir því var tekið hversu ákveðinn og staðfastur Eiríkur var í því að berjast fyrir hagsmunum bæjarfélagsins og Austurlands alls. Það sama gilti þegar hann tók við sem bæjarstjóri Akureyrar. Alltaf var hann glaðsinna en einbeittur fyrir hönd íbúa svæðisins og umbjóðenda sinna. Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er ómetanleg fyrir þingmenn en fáir hafa jafn umfangsmikla þekkingu og góða reynslu af sveitarstjórnum víðs vegar um Norðausturland en Eiríkur Björn. Það er því gott veganesti fyrir hann þegar hann sest á þing fyrir íbúa Norðurlands. Eiríkur Björn er þeim kostum gæddur að vera allt í senn sanngjarn, ástríðufullur, ýtinn og jafnvel þrjóskur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Hann skilur þær áskoranir sem íbúar Norðurlands standa frammi fyrir og veit hvaða mál þarf að setja á oddinn, hvort sem það eru samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru mörg og sum hver risavaxin sem þarf að ráðast í fyrir Norðurland. Eiríkur Björn hefur verið óþreytandi við að tala fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hefur hann ekki síst vakið athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjúkrahúsið á Akureyri hefur sem stærsta heilbrigðisstofnunin utan höfuðborgarsvæðisins. „Þorgerður, það er búið að vera baráttumál okkar um margra ára skeið að sjúkrahúsið verði styrkt sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og nú er kominn tími á að það verði að veruleika“, sagði Eiríkur með leiftrandi augum við mig á dögunum. Ekkert múður hér. Hann hefur jafnframt verið ötull við að vekja athygli á mikilvægi stuðnings við geðheilbrigðisþjónustu svæðisins eins og við Geðverndarfélag Akureyrar og samstarf bæjarins við Rauða krossinn um þjónustu við geðfatlaða. Eiríkur Björn hefur einnig ítrekað mikilvægi stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri sem hefur verið baráttumál í mörg ár þannig að efla megi millilandaflug, styrkja enn frekar við ferðaþjónustu á svæðinu og skapa aukin tækifæri í atvinnulífi Norðurlands. Eitt af helstu baráttumálum Eiríks Björns sem bæjarstjóri á Akureyri var einmitt að undirstrika mikilvægi Norðurslóða en það hefur skilað Akureyri og Norðurlandi ótvíræða forystu á Íslandi í þeim málaflokki með þeim stofnunum og verkefnum sem nú eru starfrækt á Akureyri. Eirík Björn hef ég vart hitt án þess að hann fari yfir málefni og mikilvægi Háskólans á Akureyri sem er ekki einungis ein best heppnaða byggðaaðgerð á Íslandi heldur er Háskólinn einnig dýrmætur fyrir rannsóknir og alla þekkingaröflun í samfélaginu. Stækkun og markviss styrking Háskólans er allra hagur. Ég er sannfærð um að fólk á Norðurlandi fær ekki öflugri málsvara á Alþingi en Eirík Björn. Hvort sem um ræðir fyrrnefnd verkefni eða önnur mikilvæg eins og uppbygging raforkuöryggis fyrir Norðurland, þátttaka í umhverfisvænum verkefnum eins og Vistorka, nýsköpun, jafnrétti eða hreinn og klár jöfnuður í þjónustu í samanburði við aðra íbúa landsins. Það þarf einfaldlega manneskju eins og Eirík Björn inn á þing. Hann hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir hagsmunum landshlutans. Því hvet ég ykkur öll til þess að gefa Eiríki Birni og framtíðinni tækifæri í komandi kosningum. Kjósum Viðreisn með því að setja X við C. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég kynntist Eiríki Birni fyrst þegar hann var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ég var þá mennta- og menningarmálaráðherra og man vel að eftir því var tekið hversu ákveðinn og staðfastur Eiríkur var í því að berjast fyrir hagsmunum bæjarfélagsins og Austurlands alls. Það sama gilti þegar hann tók við sem bæjarstjóri Akureyrar. Alltaf var hann glaðsinna en einbeittur fyrir hönd íbúa svæðisins og umbjóðenda sinna. Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er ómetanleg fyrir þingmenn en fáir hafa jafn umfangsmikla þekkingu og góða reynslu af sveitarstjórnum víðs vegar um Norðausturland en Eiríkur Björn. Það er því gott veganesti fyrir hann þegar hann sest á þing fyrir íbúa Norðurlands. Eiríkur Björn er þeim kostum gæddur að vera allt í senn sanngjarn, ástríðufullur, ýtinn og jafnvel þrjóskur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Hann skilur þær áskoranir sem íbúar Norðurlands standa frammi fyrir og veit hvaða mál þarf að setja á oddinn, hvort sem það eru samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru mörg og sum hver risavaxin sem þarf að ráðast í fyrir Norðurland. Eiríkur Björn hefur verið óþreytandi við að tala fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hefur hann ekki síst vakið athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjúkrahúsið á Akureyri hefur sem stærsta heilbrigðisstofnunin utan höfuðborgarsvæðisins. „Þorgerður, það er búið að vera baráttumál okkar um margra ára skeið að sjúkrahúsið verði styrkt sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og nú er kominn tími á að það verði að veruleika“, sagði Eiríkur með leiftrandi augum við mig á dögunum. Ekkert múður hér. Hann hefur jafnframt verið ötull við að vekja athygli á mikilvægi stuðnings við geðheilbrigðisþjónustu svæðisins eins og við Geðverndarfélag Akureyrar og samstarf bæjarins við Rauða krossinn um þjónustu við geðfatlaða. Eiríkur Björn hefur einnig ítrekað mikilvægi stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri sem hefur verið baráttumál í mörg ár þannig að efla megi millilandaflug, styrkja enn frekar við ferðaþjónustu á svæðinu og skapa aukin tækifæri í atvinnulífi Norðurlands. Eitt af helstu baráttumálum Eiríks Björns sem bæjarstjóri á Akureyri var einmitt að undirstrika mikilvægi Norðurslóða en það hefur skilað Akureyri og Norðurlandi ótvíræða forystu á Íslandi í þeim málaflokki með þeim stofnunum og verkefnum sem nú eru starfrækt á Akureyri. Eirík Björn hef ég vart hitt án þess að hann fari yfir málefni og mikilvægi Háskólans á Akureyri sem er ekki einungis ein best heppnaða byggðaaðgerð á Íslandi heldur er Háskólinn einnig dýrmætur fyrir rannsóknir og alla þekkingaröflun í samfélaginu. Stækkun og markviss styrking Háskólans er allra hagur. Ég er sannfærð um að fólk á Norðurlandi fær ekki öflugri málsvara á Alþingi en Eirík Björn. Hvort sem um ræðir fyrrnefnd verkefni eða önnur mikilvæg eins og uppbygging raforkuöryggis fyrir Norðurland, þátttaka í umhverfisvænum verkefnum eins og Vistorka, nýsköpun, jafnrétti eða hreinn og klár jöfnuður í þjónustu í samanburði við aðra íbúa landsins. Það þarf einfaldlega manneskju eins og Eirík Björn inn á þing. Hann hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir hagsmunum landshlutans. Því hvet ég ykkur öll til þess að gefa Eiríki Birni og framtíðinni tækifæri í komandi kosningum. Kjósum Viðreisn með því að setja X við C. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun