Annað hugarfar á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson skrifar 21. september 2021 07:30 Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Suðvesturkjördæmi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun