Hverjum treystir þú? Starri Reynisson skrifar 21. september 2021 10:00 Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun