Söngskólarnir eru í vanda Ingvar Alfreðsson, Jana María Guðmundsdóttir, Orri Huginn Ágústsson og Þór Breiðfjörð skrifa 21. september 2021 10:30 Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er nú að hefja sinn áttunda starfsvetur. Námið er geysivinsælt og færri komast að en vilja. Hér þjálfum við og menntum nemendur í tónlistarleikhúsi og öllu því sem fylgir að setja upp söngleik. Kennarar eru vel menntað fagfólk sem starfað hefur við fagið árum saman. Nemendur fljúga svo úr hreiðrinu í alls kyns háskólanám tengt söngleikjum, tónlist og leiklist. Söngleikjadeildin virðist brúa bil sem fáir áttuðu sig á að væri til staðar á Íslandi. Þar á ofan hefur sýnt sig að námið er hreinlega líflína fyrir suma nemendur andlega, byggir upp sjálfstraust og dregur úr kvíða. Um það væri hægt að fjalla í löngu máli en er ekki efni þessarar greinar. Þessi mikla viðbót við hefðbundið söngnám þarf rými og fjármuni, en nemendur í hvers kyns sviðslistum þurfa meira pláss og fleiri kennslustundir en nemendur í hefðbundnu tónlistarnámi. Eins og er standa skólagjöld straum af þeim rekstrarhluta. Ef allt væri með eðlilegum hætti þegar kemur að opinberri fjármögnun söngnáms þá gengi það kannski upp. Þegar stjórnvöld hins vegar draga lappirnar, eins og verið hefur, sveltur skólinn og neyðist þá jafnvel til að ganga á skólagjöld til að standa straum af launakostnaði tímabundið. Skólagjöld nemenda eru skv. lögum ætluð í aðra rekstrarhluta en laun (75/1985, 11. grein). Staðan er því miður sú að flest skólaár ríkir mikil óvissa að hausti um hvað við höfum efni á að gera þann veturinn. Þessi óvissa hefur ósjaldan dregist fram yfir áramót. Það segir sig sjálft að slíkt hefur afar neikvæð áhrif á starfsemi sem ætti að liggja fyrir strax að hausti. Þetta endar oftar en ekki með því að starfsfólk brúar bilið með aukavinnu, sem jafnvel er gefin. Einhvern veginn hefur þetta tekist hingað til með blöndu af ástríðu, ósérhlífni og góðum vilja, en gengur skiljanlega ekki til lengdar. Það er löngu tímabært að stjórnvöld lagi þetta ástand. Reykjavíkurborg og Ríkið, sem fjármagna tónlistarskóla, hafa vissulega hrósað skólanum fyrir frumkvöðlastarf og fyrir að gera þetta allt af fjárhagslegri ráðvendni. Slíkt hól er ágætt en hefur ekki mikið vægi þegar stöðug óvissa ríkir varðandi fjármögnun tónlistarskóla almennt. Það er eins og yfirvöld lifi í tveim óskyldum veruleikum: önnur höndin gerir kjarasamninga við starfsfólk, á meðan hin virðist engan veginn sjá að það þurfi að hækka opinber framlög til skólanna í samræmi við gerða samninga. Leiðréttingar koma seint eða alls ekki. Hvað er til ráða þegar rekstrarfé vantar fyrir veturinn? Það má reyna að fá yfirdrátt hjá banka, með tilheyrandi vöxtum, eða láta taka veð í húseignum ef slíkt er hægt. Skólinn okkar hefur reynt að forðast skuldsetningu og heldur reynt að skera niður þar sem skaðinn er minnstur gagnvart nemendum. Skuldasöfnun er óskynsamleg í heimi þar sem ekki er alveg treystandi á stjórnvöld. Við störfum til dæmis í tónlistarskóla þar sem ekki eitt einasta píanó var stillt allan síðasta vetur. Við kennarar erum ekki að biðja um mikið: Ekki um einhverja bótaleið eða björgunaraðgerðir á kórónuveirutímum, ekki um greiðslu á ölllum tímunum sem við leggjum sjálf aukalega í að þróa söngleikjanám á Íslandi (þó að það væri reyndar vel þegið); við biðjum einfaldlega um að skólinn fái framlög frá yfirvöldum til að greiða launin okkar, eins og lög gera ráð fyrir. Er það til of mikils mælst? Tónleikahald og sviðslistir hafa hreinlega verið í molum á tímum kórónuveirunnar þar sem erfitt eða ómögulegt hefur verið að halda slíka viðburði. Það síðasta sem við þurfum er að kennslan, eitt af því fáa sem stendur eftir fyrir okkur listafólkið, sé kæfð með vanrækslu stjórnvalda. Enn eitt árið er framtíð og fjárhagur skólanna í uppnámi. Eftir dúk og disk hafa fengist munnleg vilyrði fyrir að skoða leiðréttingu en þær aðgerðir, þegar og ef þær koma, eru bara plástur á sárið. Þetta er ekki rétt. Lögum tónlistarskólana í eitt skipti fyrir öll. Ingvar Alfreðsson, meðleikari og tónlistarstjóri, BA í tónlist Jana María Guðmundsdóttir, söngkennari, BA í leiklist, burtfararpróf í klassískum söng Orri Huginn Ágústsson, leikstjóri og leiklistarkennari, BA í leiklist Þór Breiðfjörð, deildarstjóri söngleikjadeildar, Postgraduate Diplóma í söngleikjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tónlist Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er nú að hefja sinn áttunda starfsvetur. Námið er geysivinsælt og færri komast að en vilja. Hér þjálfum við og menntum nemendur í tónlistarleikhúsi og öllu því sem fylgir að setja upp söngleik. Kennarar eru vel menntað fagfólk sem starfað hefur við fagið árum saman. Nemendur fljúga svo úr hreiðrinu í alls kyns háskólanám tengt söngleikjum, tónlist og leiklist. Söngleikjadeildin virðist brúa bil sem fáir áttuðu sig á að væri til staðar á Íslandi. Þar á ofan hefur sýnt sig að námið er hreinlega líflína fyrir suma nemendur andlega, byggir upp sjálfstraust og dregur úr kvíða. Um það væri hægt að fjalla í löngu máli en er ekki efni þessarar greinar. Þessi mikla viðbót við hefðbundið söngnám þarf rými og fjármuni, en nemendur í hvers kyns sviðslistum þurfa meira pláss og fleiri kennslustundir en nemendur í hefðbundnu tónlistarnámi. Eins og er standa skólagjöld straum af þeim rekstrarhluta. Ef allt væri með eðlilegum hætti þegar kemur að opinberri fjármögnun söngnáms þá gengi það kannski upp. Þegar stjórnvöld hins vegar draga lappirnar, eins og verið hefur, sveltur skólinn og neyðist þá jafnvel til að ganga á skólagjöld til að standa straum af launakostnaði tímabundið. Skólagjöld nemenda eru skv. lögum ætluð í aðra rekstrarhluta en laun (75/1985, 11. grein). Staðan er því miður sú að flest skólaár ríkir mikil óvissa að hausti um hvað við höfum efni á að gera þann veturinn. Þessi óvissa hefur ósjaldan dregist fram yfir áramót. Það segir sig sjálft að slíkt hefur afar neikvæð áhrif á starfsemi sem ætti að liggja fyrir strax að hausti. Þetta endar oftar en ekki með því að starfsfólk brúar bilið með aukavinnu, sem jafnvel er gefin. Einhvern veginn hefur þetta tekist hingað til með blöndu af ástríðu, ósérhlífni og góðum vilja, en gengur skiljanlega ekki til lengdar. Það er löngu tímabært að stjórnvöld lagi þetta ástand. Reykjavíkurborg og Ríkið, sem fjármagna tónlistarskóla, hafa vissulega hrósað skólanum fyrir frumkvöðlastarf og fyrir að gera þetta allt af fjárhagslegri ráðvendni. Slíkt hól er ágætt en hefur ekki mikið vægi þegar stöðug óvissa ríkir varðandi fjármögnun tónlistarskóla almennt. Það er eins og yfirvöld lifi í tveim óskyldum veruleikum: önnur höndin gerir kjarasamninga við starfsfólk, á meðan hin virðist engan veginn sjá að það þurfi að hækka opinber framlög til skólanna í samræmi við gerða samninga. Leiðréttingar koma seint eða alls ekki. Hvað er til ráða þegar rekstrarfé vantar fyrir veturinn? Það má reyna að fá yfirdrátt hjá banka, með tilheyrandi vöxtum, eða láta taka veð í húseignum ef slíkt er hægt. Skólinn okkar hefur reynt að forðast skuldsetningu og heldur reynt að skera niður þar sem skaðinn er minnstur gagnvart nemendum. Skuldasöfnun er óskynsamleg í heimi þar sem ekki er alveg treystandi á stjórnvöld. Við störfum til dæmis í tónlistarskóla þar sem ekki eitt einasta píanó var stillt allan síðasta vetur. Við kennarar erum ekki að biðja um mikið: Ekki um einhverja bótaleið eða björgunaraðgerðir á kórónuveirutímum, ekki um greiðslu á ölllum tímunum sem við leggjum sjálf aukalega í að þróa söngleikjanám á Íslandi (þó að það væri reyndar vel þegið); við biðjum einfaldlega um að skólinn fái framlög frá yfirvöldum til að greiða launin okkar, eins og lög gera ráð fyrir. Er það til of mikils mælst? Tónleikahald og sviðslistir hafa hreinlega verið í molum á tímum kórónuveirunnar þar sem erfitt eða ómögulegt hefur verið að halda slíka viðburði. Það síðasta sem við þurfum er að kennslan, eitt af því fáa sem stendur eftir fyrir okkur listafólkið, sé kæfð með vanrækslu stjórnvalda. Enn eitt árið er framtíð og fjárhagur skólanna í uppnámi. Eftir dúk og disk hafa fengist munnleg vilyrði fyrir að skoða leiðréttingu en þær aðgerðir, þegar og ef þær koma, eru bara plástur á sárið. Þetta er ekki rétt. Lögum tónlistarskólana í eitt skipti fyrir öll. Ingvar Alfreðsson, meðleikari og tónlistarstjóri, BA í tónlist Jana María Guðmundsdóttir, söngkennari, BA í leiklist, burtfararpróf í klassískum söng Orri Huginn Ágústsson, leikstjóri og leiklistarkennari, BA í leiklist Þór Breiðfjörð, deildarstjóri söngleikjadeildar, Postgraduate Diplóma í söngleikjum
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun