Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2021 12:00 Inga Sæland beygði af í kappræðum leiðtoganna á RÚV kvöldið fyrir kosningar. Hafsteinn telur frammistöðu hennar hafa skipt sköpum fyrir stuðning við Flokk fólksins í kosningunum. Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira