Nauðsynleg hjálpartæki tekin af lungnasjúklingum sem leggjast inn á stofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2021 20:54 Ferðasúrefnissían sem sést lengst til hægri á myndinni er tekin af lungnasjúklingum þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Heimilin eiga að skaffa sjúklingum ný tæki en það er ekki alltaf gert vegna fjárskorts. Vísir/Egill Nauðsynleg hjálpartæki fyrir lungnasjúklinga eru tekin af þeim þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Mörgum eru ekki útveguð slík tæki af hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts og verða félagslega einangraðir fyrir vikið. Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“ Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira