Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2021 20:01 Þau Ragnhildur Hjaltadóttir og Alfreð Garðarsson giftu sig í Miðgarðakirkju og skírðu og fermdu börnin sína þar. Vísir/Sigurjón Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira