Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og tólf óbólusettir.
Enginn greindist með með Covid-19 á landamærunum í gær samkvæmt tölum á Covid.is.
Sjö liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.
Alls hafa 274.497 einstaklingar verið fullbólusettir gegn Covid-19 og 47.367 fengið örvunar- eða viðbótarskammt.
Fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er 108,5. Alls hafa 11.594 greinst með Covid-19 hér á landi frá því að faraldurinn hófst.
Fréttin hefur verið uppfærð.