Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 13:35 Það er fátt sem stendur eftir af kirkjunni. Henning Henningsson. Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð
Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539
Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25