Play nælir í sölusérfræðing frá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2021 16:50 Tatiana hefur töluverða reynslu úr flugbransanum. Play Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Hún kemur til Play frá Icelandair þar sem hún hefur starfað síðastliðin fjögur ár, fyrst í alþjóðlegum viðskiptatengslum og síðar sem sölustjóri á alþjóðlegum mörkuðum. Þar áður var hún forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá flugleitarvél Dohop. Tatiana hefur einnig alþjóðlega reynslu en hún starfaði og stundaði nám í Rússlandi. Hún stýrði Global Business Travel Association (GBTA) í Rússlandi, vann í auglýsingamálum fyrir vörumerkið, sá um þjálfun starfsfólks ásamt því að skipuleggja ráðstefnur og viðburði og vinna að markaðs- og kynningarmálum á svæðinu. Þá var hún forstöðumaður sölusviðs hjá Discover the World og British Midland International. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri sölumála hjá Thai Airways International á árunum 2005-2007 og starfaði í sölu- og markaðsmálum hjá British Airways á árunum 2000-2005. Tatiana er með MBA gráðu í stjórnun frá Rússlandi með áherslu á stjórnun. Þá er hún með diplómu í stafrænni markaðssetningu. „Tatiana er reyndur stjórnandi með alþjóðlega reynslu í flugiðnaði til margra ára og við erum gríðarlega ánægð að fá hana í PLAY liðið. Hún þekkir vel hefðbundna dreifingu flugfargjalda og stendur fremst meðal jafningja þegar kemur að stafrænni dreifingu. Markmið okkar er að viðskiptavinir sjái alltaf PLAY þar sem þeir leita að hagkvæmustu og bestu flugtengingunni, og þá skiptir öllu að vera sýnileg á þeim síðum sem fólk vill nota. Besta verðið mun svo tryggja að PLAY birtist efst á þessum síðum,“ segir Georg Haraldsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs PLAY. „Ég er mjög spennt fyrir því að hefja störf hjá PLAY. Ég tel að PLAY sé að koma inn á markaðinn á einstaklega góðum tíma og er stolt af því að fá að taka þátt í að leiða sölu- og dreifingarmál félagsins og byggja upp félagið,“ segir Tatiana. Icelandair Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Hún kemur til Play frá Icelandair þar sem hún hefur starfað síðastliðin fjögur ár, fyrst í alþjóðlegum viðskiptatengslum og síðar sem sölustjóri á alþjóðlegum mörkuðum. Þar áður var hún forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá flugleitarvél Dohop. Tatiana hefur einnig alþjóðlega reynslu en hún starfaði og stundaði nám í Rússlandi. Hún stýrði Global Business Travel Association (GBTA) í Rússlandi, vann í auglýsingamálum fyrir vörumerkið, sá um þjálfun starfsfólks ásamt því að skipuleggja ráðstefnur og viðburði og vinna að markaðs- og kynningarmálum á svæðinu. Þá var hún forstöðumaður sölusviðs hjá Discover the World og British Midland International. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri sölumála hjá Thai Airways International á árunum 2005-2007 og starfaði í sölu- og markaðsmálum hjá British Airways á árunum 2000-2005. Tatiana er með MBA gráðu í stjórnun frá Rússlandi með áherslu á stjórnun. Þá er hún með diplómu í stafrænni markaðssetningu. „Tatiana er reyndur stjórnandi með alþjóðlega reynslu í flugiðnaði til margra ára og við erum gríðarlega ánægð að fá hana í PLAY liðið. Hún þekkir vel hefðbundna dreifingu flugfargjalda og stendur fremst meðal jafningja þegar kemur að stafrænni dreifingu. Markmið okkar er að viðskiptavinir sjái alltaf PLAY þar sem þeir leita að hagkvæmustu og bestu flugtengingunni, og þá skiptir öllu að vera sýnileg á þeim síðum sem fólk vill nota. Besta verðið mun svo tryggja að PLAY birtist efst á þessum síðum,“ segir Georg Haraldsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs PLAY. „Ég er mjög spennt fyrir því að hefja störf hjá PLAY. Ég tel að PLAY sé að koma inn á markaðinn á einstaklega góðum tíma og er stolt af því að fá að taka þátt í að leiða sölu- og dreifingarmál félagsins og byggja upp félagið,“ segir Tatiana.
Icelandair Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent