Varar við hættu sem getur stafað af papparörunum Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2021 08:47 Ekki er til neinn alþjóðlegur staðall fyrir papparörin, segir Herdís Storgaard sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna. Getty „Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“ Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Þetta segir Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur sem lengi hefur unnið að slysavörnum barna, sem bendir á það á Árveknissíðu sinni á Facebook, sem miðar að því að auka slysavarnir barna, að drykkjarrörin úr pappa, sem hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu misserin, geti valdið hættu fyrir yngstu börnin. Herdís segist í samtali við Vísi vera tengd fólki sem sé að vinna að öryggismálum barna um allan heim og kallaði hún í kjölfar tilkynninganna eftir upplýsingum og hafi þá komið í ljós að það hefðu verði skráð tilfelli þar sem litlu munaði að börn hafi kafnað. „Þetta er sami aldurshópurinn og þessi börn hér. Þau voru bæði yngri en þriggja ára. Þetta er nýtt, að fólk áttar sig ekki á að papparörin eru ekki eins sterk og endast ekki eins lengi. Lítil börn eru kannski lengi með þetta í munni á meðan þau eru að drekka og þau eru með afskaplega skarpar tennur. Þau eru oft pirruð í munni þar sem þau eru að taka tennur. Þau eru því að bíta meira í rör en aðrir neytendur. Þetta er þekkt varðandi plaströrin, það hafa orðið slys þar líka. Það segir sig sjálft að ef börn geta bitið plaströr í sundur þá geta þau líka bitið papparörin í sundur,“ segir Herdís. Ekki til alþjóðlegur staðall Herdís segir að til sé alþjóðlegur staðall fyrir plaströr, en það eigi ekki við um papparör. „Framleiðendur eru að nota plaströrastaðalinn, en það er ekki alveg ljóst hvað endingin á að vera góð. Þetta er líka spurning um umhverfissjónarmið.“ Það eina sem hægt er að gera í augnablikinu er að fræða foreldra til að fólk átti sig á þessari hættu. „Fólk verður að átta sig á þessari hættu og fylgist vel með að ekki losni af rörunum í munni barnanna,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31