„Mér líður dásamlega vel. Nú er þessu lokið og þetta komið í hendurnar á kjósendum,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún segir kosningabaráttu Flokks fólksins vera lokið og ekki verði hringt í neina kjósendur frá flokknum. Það hafi ekki verið gert alla kosningabaráttuna.
„Við erum búin að leggja okkar verk í hendurnar á kjósendum og eru mjög bjartsýn.“
Inga segir þetta ánægjulegan dag. Hún muni verja deginum að mestu með sínu fólki í kaffi og spjalli á skrifstofu Flokks fólksins.
„Svo verður ofboðslega gaman hjá okkur í kvöld. Það verður kosningavaka hjá okkur og gleði og gaman.“
Inga segist gífurlega spennt fyrir deginum, hún sé eins og hún var sem lítil stelpa fyrir jólin.