Brynjar Björn: Skrýtið að helmingi heimaleikja sé lokið þegar fjórir mánuðir eru eftir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 17:25 Brynjar Björn segir fallið í dag vera lykkju á vegferð HK Vilhelm Gunnarsson HK féll úr Pepsi Max deildinni í knattspyrnu karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Breiðablik 3-0 í lokaumferð mótsins. ÍA vann sinn leik á móti Keflavík og því þurfa HK-ingar að bíta súra eplið. Brynjar Björn fór yfir tímabilið og vegferð HK með blaðamanni eftir leikinn. „Við hefðum getað gert marg betur í dag“, sagði súr þjálfari HK þegar blaðamaður náði á hann eftir leik og eftir að lið hans HK var fallið úr efstu deild. „Leikurinn var á svona vegferð eins og maður bjóst við. Blikarnir voru meira með boltann og Arnar [Freyr Ólafsson] þurfti að taka á honum stóra sínum einu sinni eða tvisvar. Við áttum hálffæri og hálf möguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið þá áttum við enga leið til baka. Hvað veldur? Það er einhver spenna varðandi stöðuna á öðrum stöðum, við vissum það ekki á neinum tímapunkti þannig að við þurftum bara að halda áfram og reyna að finna markið og þá bara opnaðist leikur okkar algjörlega fyrir Blika sem eru góðir þegar staðan er þannig og bæta við tveimur mörkum.“ Brynjar Björn var þá beðinn um að gera upp tímabilið með tilliti til þess hvort það væru einhver augnablik sem hann myndi líta til baka á og svekkja sig. „Það er hægt að fara yfir tímabilið og augnablikin á því endalaust. Ég held samt heilt yfir, þá náðum við aldrei neinum meðbyr á mótinu. Eigum svo sem ágætis byrjun og hefðum geta unnið fyrsta leik á móti KA á lokamínútunum. Að sama skapi þá eigum við fimm heimaleiki á fyrsta mánuði mótsins. Þá erum við búnir með helming heimaleikjanna og fjórir mánuðir eftir af mótinu. Það fannst mér skrýtið. Það er ekki nákvæmlega það sem verður okkur að falli en kannski mest það sem klikkar er að við fáum engan meðbyr í mótinu. Við vinnum aldrei tvo leiki í röð og náum sigrum hér og þar sem komu okkur í stöðuna okkar í dag. Við gerðum vel að koma okkur í þessa stöðu sem við vorum í í dag en heilt yfir vantaði meðbyrinn og hugarfarið að klára leiki þegar við þurftum. Við gerðum það ekki.“ Brynjar var spurður að því hvort einhverjar fréttir væru af hans málum og í kjölfarið hvenær væri farið að hugsa út í næsta tímabil. „Það eru 20 mínútur síðan leik lauk og eina sem ég veit er að ég á eftir tvö ár af samningnum hjá HK. Það verður bara fljótlega eftir helgi. Knattspyrnan í HK, síðan ég og Viktor tókum við, er komin með góða umgjörð og gott utanumhald. Vissulega vildum við halda áfram á beinu brautinni í efstu deild og reyna að byggja upp lið áfram í efstu deild. Ég held að í stærri myndinni, eftir 2-6 ár, þá verður HK með gott lið í efstu deild og fallið í dag er lykkja á þeirri vegferð í stóra samhenginu.“ Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Við hefðum getað gert marg betur í dag“, sagði súr þjálfari HK þegar blaðamaður náði á hann eftir leik og eftir að lið hans HK var fallið úr efstu deild. „Leikurinn var á svona vegferð eins og maður bjóst við. Blikarnir voru meira með boltann og Arnar [Freyr Ólafsson] þurfti að taka á honum stóra sínum einu sinni eða tvisvar. Við áttum hálffæri og hálf möguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið þá áttum við enga leið til baka. Hvað veldur? Það er einhver spenna varðandi stöðuna á öðrum stöðum, við vissum það ekki á neinum tímapunkti þannig að við þurftum bara að halda áfram og reyna að finna markið og þá bara opnaðist leikur okkar algjörlega fyrir Blika sem eru góðir þegar staðan er þannig og bæta við tveimur mörkum.“ Brynjar Björn var þá beðinn um að gera upp tímabilið með tilliti til þess hvort það væru einhver augnablik sem hann myndi líta til baka á og svekkja sig. „Það er hægt að fara yfir tímabilið og augnablikin á því endalaust. Ég held samt heilt yfir, þá náðum við aldrei neinum meðbyr á mótinu. Eigum svo sem ágætis byrjun og hefðum geta unnið fyrsta leik á móti KA á lokamínútunum. Að sama skapi þá eigum við fimm heimaleiki á fyrsta mánuði mótsins. Þá erum við búnir með helming heimaleikjanna og fjórir mánuðir eftir af mótinu. Það fannst mér skrýtið. Það er ekki nákvæmlega það sem verður okkur að falli en kannski mest það sem klikkar er að við fáum engan meðbyr í mótinu. Við vinnum aldrei tvo leiki í röð og náum sigrum hér og þar sem komu okkur í stöðuna okkar í dag. Við gerðum vel að koma okkur í þessa stöðu sem við vorum í í dag en heilt yfir vantaði meðbyrinn og hugarfarið að klára leiki þegar við þurftum. Við gerðum það ekki.“ Brynjar var spurður að því hvort einhverjar fréttir væru af hans málum og í kjölfarið hvenær væri farið að hugsa út í næsta tímabil. „Það eru 20 mínútur síðan leik lauk og eina sem ég veit er að ég á eftir tvö ár af samningnum hjá HK. Það verður bara fljótlega eftir helgi. Knattspyrnan í HK, síðan ég og Viktor tókum við, er komin með góða umgjörð og gott utanumhald. Vissulega vildum við halda áfram á beinu brautinni í efstu deild og reyna að byggja upp lið áfram í efstu deild. Ég held að í stærri myndinni, eftir 2-6 ár, þá verður HK með gott lið í efstu deild og fallið í dag er lykkja á þeirri vegferð í stóra samhenginu.“
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05