Með eitt skot í byssunni og ætlar að nýta það vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 19:07 Tómas A. Tómasson, nýr þingmaður Flokks fólksins. vísir/Egill Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust. Meðal þeirra er Tómas A. Tómasson, sem hefur verið kenndur við Búlluna, og kemur nýr inn á þing fyrir Flokk fólksins. Tómas verður elsti þingmaður Alþingis og segist stoltur af því. „Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
„Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira