„Hryllileg rússíbanareið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 19:59 Jóhann Páll segist spenntur fyrir því að taka sæti á Alþingi, með þeim fyrirvara að hann sé raunverulega að fara að taka umrætt sæti. „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira