Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 22:32 Ráðhús Reykjavíkur var einn kjörstaða í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar stendur ekki til að telja atkvæði aftur, líkt og gert var í norðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Í samtali við fréttastofu staðfesti Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, að beiðni um endurtalningu í kjördæminu hafi verið lögð fram af hálfu umboðsmanna Vinstri grænna. Yfirkjörstjórn muni koma saman eftir hádegi á morgun og taka afstöðu til beiðninnar, sem var lögð fram vegna þess hve mjótt var á munum í kjördæminu. VG vantaði aðeins átta atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, á kostnað Miðflokks. Formenn yfirkjörstjórna í öðrum kjördæmum hafa í samtölum við fréttastofu upplýst um að ekki standi til að ráðast í endurtalningu að svo stöddu. Þannig sagði Gestur Jónsson í Norðausturkjördæmi að ekkert væri uppi þar sem gæfi tilefni til endurtalningar. Það sama var uppi á teningnum hjá Heimi Herbertssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði að hluti atkvæða hafi verið endurtalinn þar, og ekkert komið í ljós sem benti til að endurtelja þyrfti öll atkvæðin, sem voru yfir 35 þúsund. „Við erum með afstemmingar og aðferðir sem eigi að virka alveg til þess að þetta sé rétt. Við reyndar endurtöldum hluta af atkvæðunum,“ sagði hún. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, tók í sama streng og sagði endurtalningu ekki fyrirhugaða í kjördæminu þegar fréttastofa hafði samband við hann. Gagnrýni á framkvæmd í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi setti Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, fram harða gagnrýni á framkvæmd kosninganna og sagði kjörgögn ekki hafa verið innsigluð frá fyrstu talningu og fram að endurtalningu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, hefur staðfest við fréttastofu að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð heldur skilin eftir í læstum sal á talningarstað í einhvern tíma, eftir fyrstu talningu. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02 „Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfesti Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, að beiðni um endurtalningu í kjördæminu hafi verið lögð fram af hálfu umboðsmanna Vinstri grænna. Yfirkjörstjórn muni koma saman eftir hádegi á morgun og taka afstöðu til beiðninnar, sem var lögð fram vegna þess hve mjótt var á munum í kjördæminu. VG vantaði aðeins átta atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, á kostnað Miðflokks. Formenn yfirkjörstjórna í öðrum kjördæmum hafa í samtölum við fréttastofu upplýst um að ekki standi til að ráðast í endurtalningu að svo stöddu. Þannig sagði Gestur Jónsson í Norðausturkjördæmi að ekkert væri uppi þar sem gæfi tilefni til endurtalningar. Það sama var uppi á teningnum hjá Heimi Herbertssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði að hluti atkvæða hafi verið endurtalinn þar, og ekkert komið í ljós sem benti til að endurtelja þyrfti öll atkvæðin, sem voru yfir 35 þúsund. „Við erum með afstemmingar og aðferðir sem eigi að virka alveg til þess að þetta sé rétt. Við reyndar endurtöldum hluta af atkvæðunum,“ sagði hún. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, tók í sama streng og sagði endurtalningu ekki fyrirhugaða í kjördæminu þegar fréttastofa hafði samband við hann. Gagnrýni á framkvæmd í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi setti Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, fram harða gagnrýni á framkvæmd kosninganna og sagði kjörgögn ekki hafa verið innsigluð frá fyrstu talningu og fram að endurtalningu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, hefur staðfest við fréttastofu að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð heldur skilin eftir í læstum sal á talningarstað í einhvern tíma, eftir fyrstu talningu.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02 „Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02
„Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09