Tom Brady tapaði í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020 og Mahomes tapaði líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 07:31 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers hafa verið á mikilli sigurgöngu í níu mánuði en urðu að sætta sig við tap í gær. AP/Jae C. Hong Mikil spenna var í NFL deildinni í gær og nótt þar sem margir leikjanna réðust á vallarmarki í blálokin. Los Angeles liðin fögnuðu bæði sigri á móti liðum sem fóru í Super Bowl leikinn á síðustu leiktíð. Það er ekki oft sem Tom Brady og Patrick Mahomes tapa leikjum hvað þá báðir á sama deginum en þetta var þannig dagur í gær þegar þriðja umferð NFL-deildarinnar fór fram. Tom Brady og félagar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og alla leiki sína síðan í nóvember í fyrra. Liðið brunaði í gegnum úrslitakeppnina og tryggði sér Super Bowl bikarinn. Þetta tímabil byrjaði síðan á tveimur sannfærandi sigrum. Can watch @CooperKupp run routes all day. #RamsHouse : #TBvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/5ynCTP16lM— NFL (@NFL) September 26, 2021 Í gær áttu liðsmenn Tampa Bay Buccaneers ekki svar við öflugu liði Los Angeles Rams sem vann þá 34-24. Rams fékk leikstjórnandann Matthew Stafford fyrir tímabilið og hann hefur farið á kostum í upphafi. Stafford átti fjórar snertimarkssendingar í gær og tvær þeirra enduðu hjá útherjanum Cooper Kupp. Patrick Mahomes og félagar í liði Kansas City Chiefs hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir 30-24 tap á móti Los Angeles Chargers í gær. MIKE WILLIAMS. #BoltUp : #LACvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/wUEacniMRs— NFL (@NFL) September 26, 2021 Justin Herbert keyrði áfram lokasókn Charges meistaralega og fann að lokum útherjann Mike Williams sem skoraði snertimark 32 sekúndum fyrir leikslok. Mahomes náði ekki að svara og Chiefs liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í tvö ár. Fimm lið í deildinni eru enn taplaus eftir þrjár fyrstu umferðirnar en það eru Carolina Panthers, Las Vegas Raiders, Denver Broncos, Arizona Cardinals og Los Angeles Rams. That s game. @DanielCarlson38 wins it in OT for the @Raiders! #RaiderNation pic.twitter.com/UDZh5jFcH0— NFL (@NFL) September 26, 2021 Las Vegas Raiders vann sinn leik í framlengingu þar sem sparkarinn Daniel Carlson skoraði vallarmarkið sem réði úrslitunum. Þetta er besta byrjun Raiders síðan 2002. Baltimore Ravens, Atlanta Falcons og Green Bay Packers unnu líka öll á vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. 51 YARDS FOR THE WIN. #GoPackGo pic.twitter.com/mnam33oF7X— NFL (@NFL) September 27, 2021 .@AaronRodgers12 is all of us watching @crosbykicks2 s game winner!#GoPackGo pic.twitter.com/n89T6eKtZ1— Green Bay Packers (@packers) September 27, 2021 Green Bay Packers fékk skell í fyrsta leik en hefur síðan svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Liðið varð fyrsta liðið til að vinna San Francisco 49ers í nótt. Aaron Rodgers keyrði upp lokasóknina sem endaði með því að sparkarinn Mason Crosby skoraði vallarmark af 51 jarda færi. Joe Burrow og útherjinn Ja'Marr Chase eru að finna taktinn saman og Chase skoraði tvö snertimörk eftir sendingar frá Burrow þegar Cincinnati Bengals vann erkifjendur sína í Pittsburgh Steelers. Þetta var fyrsti sigur Bengals liðsins á Steelers síðan árið 2015. Josh Allen átti frábæran leik í 43-21 sigri Buffalo Bills á Washington. Allen sendi fjórar snertimarkssendingar og skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Það var ekki slæmt að vera með hann í Fantasy í gær. This angle of @JTuck9's record-breaking kick is incredible. #RavensFlock pic.twitter.com/H1udG62DFi— NFL (@NFL) September 26, 2021 Úrslitin í leikjum í NFL-deildinni í gær og nótt: New Orleans Saints 28-13 New England Patriots Indianapolis Colts 16-25 Tennessee Titans Los Angeles Chargers 30-24 Kansas City Chiefs Cincinnati Bengals 24-10 Pittsburgh Steelers Chicago Bears 6-26 Cleveland Browns Baltimore Ravens 19-17 Detroit Lions Atlanta Falcons 17-14 New York Giants Arizona Cardinals 31-19 Jacksonville Jaguars Washington 21-43 Buffalo Bills New York Jets 0-26 Denver Broncos Miami Dolphins 28-31 Las Vegas Raiders Seattle Seahawks 17-30 Minnesota Vikings Tampa Bay Buccaneers 24-34 Los Angeles Rams Green Bay Packers 30-28 San Francisco 49ers NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Það er ekki oft sem Tom Brady og Patrick Mahomes tapa leikjum hvað þá báðir á sama deginum en þetta var þannig dagur í gær þegar þriðja umferð NFL-deildarinnar fór fram. Tom Brady og félagar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og alla leiki sína síðan í nóvember í fyrra. Liðið brunaði í gegnum úrslitakeppnina og tryggði sér Super Bowl bikarinn. Þetta tímabil byrjaði síðan á tveimur sannfærandi sigrum. Can watch @CooperKupp run routes all day. #RamsHouse : #TBvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/5ynCTP16lM— NFL (@NFL) September 26, 2021 Í gær áttu liðsmenn Tampa Bay Buccaneers ekki svar við öflugu liði Los Angeles Rams sem vann þá 34-24. Rams fékk leikstjórnandann Matthew Stafford fyrir tímabilið og hann hefur farið á kostum í upphafi. Stafford átti fjórar snertimarkssendingar í gær og tvær þeirra enduðu hjá útherjanum Cooper Kupp. Patrick Mahomes og félagar í liði Kansas City Chiefs hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir 30-24 tap á móti Los Angeles Chargers í gær. MIKE WILLIAMS. #BoltUp : #LACvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/wUEacniMRs— NFL (@NFL) September 26, 2021 Justin Herbert keyrði áfram lokasókn Charges meistaralega og fann að lokum útherjann Mike Williams sem skoraði snertimark 32 sekúndum fyrir leikslok. Mahomes náði ekki að svara og Chiefs liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í tvö ár. Fimm lið í deildinni eru enn taplaus eftir þrjár fyrstu umferðirnar en það eru Carolina Panthers, Las Vegas Raiders, Denver Broncos, Arizona Cardinals og Los Angeles Rams. That s game. @DanielCarlson38 wins it in OT for the @Raiders! #RaiderNation pic.twitter.com/UDZh5jFcH0— NFL (@NFL) September 26, 2021 Las Vegas Raiders vann sinn leik í framlengingu þar sem sparkarinn Daniel Carlson skoraði vallarmarkið sem réði úrslitunum. Þetta er besta byrjun Raiders síðan 2002. Baltimore Ravens, Atlanta Falcons og Green Bay Packers unnu líka öll á vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. 51 YARDS FOR THE WIN. #GoPackGo pic.twitter.com/mnam33oF7X— NFL (@NFL) September 27, 2021 .@AaronRodgers12 is all of us watching @crosbykicks2 s game winner!#GoPackGo pic.twitter.com/n89T6eKtZ1— Green Bay Packers (@packers) September 27, 2021 Green Bay Packers fékk skell í fyrsta leik en hefur síðan svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Liðið varð fyrsta liðið til að vinna San Francisco 49ers í nótt. Aaron Rodgers keyrði upp lokasóknina sem endaði með því að sparkarinn Mason Crosby skoraði vallarmark af 51 jarda færi. Joe Burrow og útherjinn Ja'Marr Chase eru að finna taktinn saman og Chase skoraði tvö snertimörk eftir sendingar frá Burrow þegar Cincinnati Bengals vann erkifjendur sína í Pittsburgh Steelers. Þetta var fyrsti sigur Bengals liðsins á Steelers síðan árið 2015. Josh Allen átti frábæran leik í 43-21 sigri Buffalo Bills á Washington. Allen sendi fjórar snertimarkssendingar og skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Það var ekki slæmt að vera með hann í Fantasy í gær. This angle of @JTuck9's record-breaking kick is incredible. #RavensFlock pic.twitter.com/H1udG62DFi— NFL (@NFL) September 26, 2021 Úrslitin í leikjum í NFL-deildinni í gær og nótt: New Orleans Saints 28-13 New England Patriots Indianapolis Colts 16-25 Tennessee Titans Los Angeles Chargers 30-24 Kansas City Chiefs Cincinnati Bengals 24-10 Pittsburgh Steelers Chicago Bears 6-26 Cleveland Browns Baltimore Ravens 19-17 Detroit Lions Atlanta Falcons 17-14 New York Giants Arizona Cardinals 31-19 Jacksonville Jaguars Washington 21-43 Buffalo Bills New York Jets 0-26 Denver Broncos Miami Dolphins 28-31 Las Vegas Raiders Seattle Seahawks 17-30 Minnesota Vikings Tampa Bay Buccaneers 24-34 Los Angeles Rams Green Bay Packers 30-28 San Francisco 49ers
Úrslitin í leikjum í NFL-deildinni í gær og nótt: New Orleans Saints 28-13 New England Patriots Indianapolis Colts 16-25 Tennessee Titans Los Angeles Chargers 30-24 Kansas City Chiefs Cincinnati Bengals 24-10 Pittsburgh Steelers Chicago Bears 6-26 Cleveland Browns Baltimore Ravens 19-17 Detroit Lions Atlanta Falcons 17-14 New York Giants Arizona Cardinals 31-19 Jacksonville Jaguars Washington 21-43 Buffalo Bills New York Jets 0-26 Denver Broncos Miami Dolphins 28-31 Las Vegas Raiders Seattle Seahawks 17-30 Minnesota Vikings Tampa Bay Buccaneers 24-34 Los Angeles Rams Green Bay Packers 30-28 San Francisco 49ers
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira