„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2021 16:14 Katrín Jakobsdóttir er hugsi yfir framkvæmd kosninga og mikilvægt að enginn vafi leiki á úrslitum kosninga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04