Leikurinn var mjög jafn en góður varnarleikur Mechelen í öðrum leikhluta lagði grunninn að sigrinum. Elvar Már og félagar naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki spilað betri sóknarleik undir lok fyrri hálfleiks en liðið skoraði 31 stig í fyrsta leikhluta.
Lokatölur 90-85 og fyrsta tap Antwerp í deildinni því staðreynd. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum í upphafi tímabils.
Elvar Már skoraði 16 stig í kvöld, gaf sex stoðsendingar ásamt því að taka tvær stoðsendingar. Jean-Marc Mwema var eini leikmaður Antwerp sem skoraði fleiri stig eða 17 talsins.
Bandaríkjamaðurinn Nathanial Grimes í liði Mechelen stal hins vegar senunni, sá skoraði 29 stig og tók 22 fráköst.