Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 23:52 Karl Gauti Hjaltason og Helga Vala Helgadóttir eru sammála um að staðan sé snúin Vísir Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. „Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
„Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira