Afgreiddi íslenska landsliðið í maí en óttaðist um líf sitt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 10:01 Hirving Lozano liggur blóðugur í grasinu. Getty/Tom Pennington Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Hirving Lozano afgreiddi íslenska landsliðið með tveimur mörkum í vináttulandsleik þjóðanna í lok maí síðastliðnum. Rúmum mánuði síðar lenti hann í slæmu samstuði í öðrum landsleik með Mexíkó. Hirving "Chucky" Lozano er stjörnuleikmaður hjá ítalska félaginu Napoli sem og með mexíkóska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk. Lozano ætlaði sér að fara mikinn í Gullbikarnum í sumar en entist bara í einn leik. Lozano meiddist á auga í fyrsta leik mótsins sem var markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tógbagó 11. júlí síðastliðinn. Hirving Lozano has said various doctors told him he could have died after suffering his gruesome eye injury https://t.co/EPmFquDQST— Andrew Cesare (@AndrewCesare) September 30, 2021 Lozano var fluttur á sjúkrahús og missti í framhaldi af restinni af mótinu. Nú hefur hann sagt meira frá því sem gekk á. „Margir læknar sögðu við mig að ég hefði getað dáið og maður verður mjög hræddur við að heyra slíkt enda er ég tveggja barna faðir og eiginmaður. Þetta var mikið áfall fyrir mig og fékk mann til að huga um ýmsa hluti,“ sagði Hirving Lozano við ESPN. Cedera horor menimpa Lozano saat berjuang membela Meksiko di ajang Piala Emas musim panas ini https://t.co/QfQTcHoFlS— Goal Indonesia (@GOAL_ID) October 1, 2021 „Þegar þú átt orðið börn þá snýst þetta meira um það hvað verður um þau,“ sagði Lozano. Læknalið Mexíkó mætti strax inn á völlinn til að huga að honum og hann fékk kraga og var fluttur af velli á sjúkrabörum. Hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og var fluttur á sjúkrahús. „Þetta voru erfið meiðsli en sem betur fer varð skaðinn ekki meiri. Hefði ég fengið höggið aðeins lengra til vinstri eða hægri þá hefði ég annað hvort getað lamast eða misst annað augað. Ég er með ör,“ sagði Lozano og hélt áfram: „Það voru flóknar tilfinningar sem fóru um mig á þessum tíma. Ég var hræddur en eiginkonan mína var þarna með mér til að styðja við bakið á mér,“ sagði Lozano. Lozano hefur spilað með Napoli frá upphafi tímabils og verður í landsliðshópi Mexíkó fyrir leiki á móti Hondúras og El Salvador í undankeppni HM í komandi glugga. Aquí tienen nuestra convocatoria para la triple fecha de Eliminatorias rumbo a 2022. ¡Vamos por más puntos, equipo! #PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/zZBglrOk0O— Selección Nacional (@miseleccionmx) September 30, 2021 Annar landsliðsmaður Mexíkó fékk líka slæmt höfuðhögg í leik en það er Raul Jimenez hjá Wolves. Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal í nóvember í fyrra en er kominn aftur af stað og skoraði um síðustu helgi. Lozano fagnar því að sjá landliðsfélaga sinn aftur inn á vellinum. „Ég er mjög ánægður með að sjá hann koma til baka því meiðsli hans voru enn flóknari. Þetta var erfitt en það mikilvægasta er heilsan. Ég veit að hann skiptir landsliðið og hópinn miklu máli. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Lozano. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Hirving "Chucky" Lozano er stjörnuleikmaður hjá ítalska félaginu Napoli sem og með mexíkóska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk. Lozano ætlaði sér að fara mikinn í Gullbikarnum í sumar en entist bara í einn leik. Lozano meiddist á auga í fyrsta leik mótsins sem var markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tógbagó 11. júlí síðastliðinn. Hirving Lozano has said various doctors told him he could have died after suffering his gruesome eye injury https://t.co/EPmFquDQST— Andrew Cesare (@AndrewCesare) September 30, 2021 Lozano var fluttur á sjúkrahús og missti í framhaldi af restinni af mótinu. Nú hefur hann sagt meira frá því sem gekk á. „Margir læknar sögðu við mig að ég hefði getað dáið og maður verður mjög hræddur við að heyra slíkt enda er ég tveggja barna faðir og eiginmaður. Þetta var mikið áfall fyrir mig og fékk mann til að huga um ýmsa hluti,“ sagði Hirving Lozano við ESPN. Cedera horor menimpa Lozano saat berjuang membela Meksiko di ajang Piala Emas musim panas ini https://t.co/QfQTcHoFlS— Goal Indonesia (@GOAL_ID) October 1, 2021 „Þegar þú átt orðið börn þá snýst þetta meira um það hvað verður um þau,“ sagði Lozano. Læknalið Mexíkó mætti strax inn á völlinn til að huga að honum og hann fékk kraga og var fluttur af velli á sjúkrabörum. Hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og var fluttur á sjúkrahús. „Þetta voru erfið meiðsli en sem betur fer varð skaðinn ekki meiri. Hefði ég fengið höggið aðeins lengra til vinstri eða hægri þá hefði ég annað hvort getað lamast eða misst annað augað. Ég er með ör,“ sagði Lozano og hélt áfram: „Það voru flóknar tilfinningar sem fóru um mig á þessum tíma. Ég var hræddur en eiginkonan mína var þarna með mér til að styðja við bakið á mér,“ sagði Lozano. Lozano hefur spilað með Napoli frá upphafi tímabils og verður í landsliðshópi Mexíkó fyrir leiki á móti Hondúras og El Salvador í undankeppni HM í komandi glugga. Aquí tienen nuestra convocatoria para la triple fecha de Eliminatorias rumbo a 2022. ¡Vamos por más puntos, equipo! #PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/zZBglrOk0O— Selección Nacional (@miseleccionmx) September 30, 2021 Annar landsliðsmaður Mexíkó fékk líka slæmt höfuðhögg í leik en það er Raul Jimenez hjá Wolves. Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal í nóvember í fyrra en er kominn aftur af stað og skoraði um síðustu helgi. Lozano fagnar því að sjá landliðsfélaga sinn aftur inn á vellinum. „Ég er mjög ánægður með að sjá hann koma til baka því meiðsli hans voru enn flóknari. Þetta var erfitt en það mikilvægasta er heilsan. Ég veit að hann skiptir landsliðið og hópinn miklu máli. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Lozano.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira