Óvænt tap Real í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 16:25 Þessi mynd lýsir deginum ágætlega hjá Real Madríd. David Ramos/Getty Images Real Madríd tókst ekki að slíta sig frá nágrönnum sínum í Atlético á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, er liðið heimsótti Espanyol í Katalóníu. Fór það svo að heimamenn unnu óvæntan 2-1 sigur. Real hafði farið vel af stað á tímabilinu meðan Espanyol hafði aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum. Var búist við því að Karim Benzema og félagar myndu næla í nokkuð þægileg þrjú stig en allt kom fyrir ekki. Raul de Tomas kom heimamönnum yfir á 17. mínútu leiksins og var það eina mark fyrri hálfleiks. Aleix Vidal tvöfaldaði forystu heimamanna með marki þegar klukkustund var liðin og gestirnir í tómu tjóni. Benzema minnkaði muninn þegar 19 mínútur lifðu leiks en það dugði ekki til, annan leikinn í röð tapaði Real 2-1 en fyrr í vikunni töpuðu lærisveinar Carlo Ancelotti óvænt gegn Sheriff Tiraspol í Meistaradeild Evrópu. Tuesday: Real Madrid 1-2 Sheriff Sunday: Espanyol 2-1 Real MadridAfter an unbeaten start to the season, Carlo Ancelotti's side have lost back-to-back games. pic.twitter.com/fqhMdTIR5G— Squawka News (@SquawkaNews) October 3, 2021 Real og Spánarmeistarar Atlético eru sem stendur jöfn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum átta umferðum. Real Sociedad er með 16 stig í 3. sæti og á leik til góða. Spænski boltinn
Real Madríd tókst ekki að slíta sig frá nágrönnum sínum í Atlético á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, er liðið heimsótti Espanyol í Katalóníu. Fór það svo að heimamenn unnu óvæntan 2-1 sigur. Real hafði farið vel af stað á tímabilinu meðan Espanyol hafði aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum. Var búist við því að Karim Benzema og félagar myndu næla í nokkuð þægileg þrjú stig en allt kom fyrir ekki. Raul de Tomas kom heimamönnum yfir á 17. mínútu leiksins og var það eina mark fyrri hálfleiks. Aleix Vidal tvöfaldaði forystu heimamanna með marki þegar klukkustund var liðin og gestirnir í tómu tjóni. Benzema minnkaði muninn þegar 19 mínútur lifðu leiks en það dugði ekki til, annan leikinn í röð tapaði Real 2-1 en fyrr í vikunni töpuðu lærisveinar Carlo Ancelotti óvænt gegn Sheriff Tiraspol í Meistaradeild Evrópu. Tuesday: Real Madrid 1-2 Sheriff Sunday: Espanyol 2-1 Real MadridAfter an unbeaten start to the season, Carlo Ancelotti's side have lost back-to-back games. pic.twitter.com/fqhMdTIR5G— Squawka News (@SquawkaNews) October 3, 2021 Real og Spánarmeistarar Atlético eru sem stendur jöfn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum átta umferðum. Real Sociedad er með 16 stig í 3. sæti og á leik til góða.