„Ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2021 09:31 Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar urðu bikarmeistarar um þarsíðustu helgi og í fyrradag tryggðu þær sér sæti í riðlakeppni EuroCup. vísir/bára Helena Sverrisdóttir átti stórleik þegar Haukar tryggðu sér sæti í riðlakeppni EuroCup í fyrradag. Haukar töpuðu fyrir Sportiva á Asóreyjum, 81-79, en fóru áfram, 160-157 samanlagt. Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira