Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 15:07 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira