Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2021 11:36 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittast og ræða málin eftir kosningar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira